Löggildur rafverktaki
STRAUMÁS
Straumás er löggildur rafverktaki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum rafmagnsverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.
Þjónustan
Þegar kemur að rafmagni þá erum við á heimavelli… Skoða nánar
Straumás
Við komum á staðinn, gerum úttekt og gerum þér verðtilboð… Skoða nánar
Fyrirtækjaþjónusta
Við bjóðum fyrirtækjum heildarlausnir á sviði raflagna. Hafðu samband.
Hvað gerir Straumás?
Löggildur rafverktaki – fagleg þjónusta
Straumás er löggildur rafverktaki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum rafmagnsverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Við leggjum metnað í faglega vinnu, öryggi og áreiðanleika – hvort sem um er að ræða nýlagnir, endurnýjun eða reglubundið viðhald.

Nýlagnir
Við tökum að okkur allar gerðir nýlagna, hvort sem um er að ræða heimili, atvinnuhúsnæði eða iðnað. Við tryggjum öruggar og framtíðarhæfar lausnir sem standast staðla og reglur.

Endurnýjun
Við endurnýjum eldri raflagnir og rafbúnað til að bæta öryggi, hagkvæmni og afköst. Endurnýjun getur aukið bæði öryggi og verðmæti fasteigna.

Viðhald
Reglubundið viðhald á rafkerfum dregur úr bilunum og tryggir öruggan rekstur. Við bjóðum bæði fyrirbyggjandi þjónustu og útkall þegar þörf krefur.

Hleðslustöðvar
Við setjum upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum. Lausnirnar eru sérsniðnar að þínum þörfum og tryggja örugga og hraða hleðslu.
Verkefni
Hér að neðan er listi yfir nokkur af þeim verkefnum sem við höfum leyst á farsælan hátt á undanförnum árum. Eins og sést þá höfum við tekist á við fjölbreytt verkefni af ýmsum stærðargráðum. Stærð okkar og tækjakostur gerir okkur að fyrsta kosti hjá fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa áreiðanlega, vandaða og skjóta þjónustu.





















